Gullæðið

Erfiðleikastig
4-6
Leikmenn
60
Mínútur

Gullæðið / Gold Rush

  • Fjöldi: 4-6 manns
  • Tungumál: Enska eða íslenska
  • Aldurstakmark: 10+
  • Tímalengd: 60 mínútur í leiknum sjálfum, heildartími í kringum 75 mínútur.

Getið þið fundið gullið á undan öllum öðrum?

Þið finnið dularfulla kistu sem forfaðir ykkar hafði átt og hann segir ykkur frá Gullæðinu. Honum hafði tekist það ásamt hópi fólks að finna staðsetningu gullsins í gullæðinu mikla. Honum tókst þó aldrei að njóta góðs af, og gullið er þar enn, hann vill að þið verðið arftakar hans og finnið gullið. Getið þið gert það sem hann þráir, með leiðbeiningum og lýsingum frá hans ferðalagi, fundið gullið og notið ríkidæmis?

Þið hafið 60 mínútur, þar sem að aðrir eru komnir á sporið og munu annars finna gullið á undan.


Hvernig virkar þetta?

Leikurinn er spilaður á borði, annaðhvort á staðsetningu að þínu vali innan höfuðborgarsvæðis eða í Spilavinum þar sem við erum í samstarfi við þau. Þetta er Flóttaleikur líkt og “Escape Room” eða Flóttaherbergi, fyrir utan að það er engin læst hurð á milli ykkar og sigurs á leiknum.

Þátttakendur lifa sig inní leikinn og keppa við tímann! Hugsa þarf út fyrir kassann, mjög mikilvægt að vinna saman sem teymi, ræða saman og komast í gegnum þrautirnar sem lagðar eru fyrir.

Frábært hópefli fyrir hópinn þinn!