Flóttaleikur í samstarfi við Experios býður núna uppá rafræna Flóttaleiki sem er fullkomið fyrir vinnustaðinn til að efla samvinnu og bæta félagslífið á meðan margir hverjir vinna ennþá heima og ekki hægt að hafa venjulega viðburði og skemmtanir.
Hópar af 4-6 manns vinna saman og keppni getur t.d. skapast innan fyrirtækis á milli teyma á ykkar eigin stigatöflu (e. leaderboard).
Í boði eru 2 leikir, annars vegar Time’s Ticking þar sem aftengja þarf sprengju áður en það verður um seinan og hins vegar Ben’s Big Heist, þar sem hópurinn hjálpar Ben að ræna banka og keppnin snýst um að ræna sem mestu á 60 mínútum.
Við bjóðum upp á stigatöflu fyrir fyrirtæki þar sem hægt er að sjá hvernig hverjum hóp gekk, og það væri t.d. hægt að bjóða þeim hóp upp á verðlaun sem aftengir sprengjuna hraðast, eða sem náði að ræna mestu úr bankahólfinu, til að efla keppnisskapið.
Fyrir vinnustaðinn eða vinahópinn, hvort sem allir eru í sama húsi eða í sitthvoru landi
Ótakmarkaður fjöldi þáttakenda
4-6 manns í liði
Eina krafan að hver og einn þáttakandi hafi aðgang að tölvu, ekki mælt með að nota síma
Hóparnir koma sér síðan saman í rafrænum heimi t.d. með Zoom eða Teams
Samvinna er lykillinn að því að leysa þrautirnar sem lagðar eru fyrir hópinn
Hver hópur hefur 60 mínútur og allir geta spilað samtímis
Skemmtilegt hópefli fyrir alla, þar sem allir hjálpast að við að ná markmiðinu
Dæmi um það hvernig stigataflan lítur út