Flóttaleikur býður uppá hópefli fyrir 5-16 manns!
Flóttaleikir (escape room games) eru frábært hópefli fyrir vinahópinn eða vinnustaðinn! Hópurinn þarf að leysa þrautirnar í leiknum og samvinna er án efa lykillinn að því. Tíminn líður hratt og þó ekki sé læst hurð á milli ykkar og markmið leiksins, þá er spennan engu minni!
Flóttaleikur býður uppá hópefli og skemmtun sem við getum mætt með á vinnustaðinn þinn eða í heimahús, innan Höfuðborgarsvæðisins. Þessi skemmtun er í boði fyrir allt niður í 5 manna hópa! Við mætum með leikinn og eina sem þið þurfið að hafa er borð og stólar fyrir þátttakendur. Ef skipta á upp í tvo hópa (10+ manns) þá þurfa að vera tvö borð og smá bil á milli svo ekki heyrist of mikið!
Leikirnir okkar eru í boði á íslensku eða ensku og þarf að velja tungumál leiks fyrirfram.
Room 745 er 60 mínútna leikur fyrir 5-16 manna hópa. Við erum með 2 eintök af leiknum og getur hópnum verið í tvo 5-8 manna hópa og keppt innbyrðis. Keppnin setur smá auka spennu og pressu á hópana sem gerir þetta þeim mun skemmtilegra! Getið þið sannað sakleysi ykkar áður en þið verðið handtekin fyrir morð?
Arfleifð Nicholas Flamel er 60 mínútna leikur fyrir 5-8 manna hópa. Leikurinn er skemmtilegur með mjög fjölbreyttar og gagnvirkar þrautir, og hugsa þarf út fyrir kassann. Leikurinn er fjölskylduvænn, fyrir börn niður að 10 ára aldri, þó þurfa fullorðnir að spila með. Getið þið að sannað að þið séuð verðugir arftakar Viskusteins Nicholas Flamel?
Hefur þú áhuga á að vita meira eða bóka leik hjá okkur? Endilega hafðu samband á [email protected] eða bókaðu núna!
Nýlegar athugasemdir